3. stjórnarfundur – 2011

  1. stjórnarfundur SÍGÍ árið 2011 haldinn í húsakynnum KSÍ í Laugardal 22. ágúst 2010 kl. 11.00Mættir á fundinn voru Ágúst Jensson, formaður, Jóhann Kristinsson, Einar F. Brynjarsson Örn Hafsteinsson, Bjarni Hannesson og Steindór Kristinn Ragnarsson

  1. Formaður bauð fundarmenn velkomna og hóf fundinn með því að segja frá nýjum styrktaraðilum, Garðheimar eru með Demantsaðild og N1 vill koma að samtökunum sem styrktaraðili. Nánari útfærsla er eftir.
  2. SÍGÍ mótið verður haldið á golfvellinum á Ásatúni sem staðsettur er við Flúðir, þann 2. September. Vinningar eru veglegir að vanda og gefnir samtökunum af velunnurum þess.
  3. Ákveðið hefur verið að senda Örn og Einar sem fulltrúa SÍGÍ á Saltexsýninguna og til fundar með IOG.
  4. Punctus verður með fyrirlestur og námskeið um forrit sem heldur utan um kostnað við rekstur golfvalla 3. Nóvember. SÍGÍ mun leggja til húsnæði fyrir þetta og kynna fyrir félagsmönnum sínum. ÁJ mun leggja til við GSÍ að kynna þetta fyrir framkvæmdastjórum golfklúbba.
  5. ÁJ er í sambandi við fulltrúa EGEU og GTC varðandi menntun/fræðslu fyrir vallarstjóra. Þetta eru bresk samtök sem hafa áhuga á að aðstoða SÍGÍ í þessum málaflokki.
  6. Ákveðið var að kanna áhuga félagsmanna á ferð til Harrogate í Englandi en þar verður stór vélasýning og ráðstefna í janúarlok 2012.
  7. Aðalfundur SÍGÍ verður 24. febrúar og er stefnt að því að fá erlenda fyrirlesara á sviði knattspyrnu og golfvalla, auk hefðbundinna kynninga á vegum styrktaraðila SÍGÍ.

Fleira ekki rætt og fundið slitið kl. 12.45.

Reykjavík, 22. ágúst 2011

Örn Hafsteinsson

2017-11-23T21:43:48+00:00