Sælir SÍGÍ félagar,

HÁ Verslun ehf. er nú eini dreifingar- og söluaðili Ransomes, Jacobsen, E-Z-GO og Cushman á Íslandi!

Frá og með lok september sl. hefur HÁ Verslun ehf. verið eini dreifingaraðilinn á Íslandi í samningssambandi við TSV (Textron Specialty Vehicles), bæði fyrir „Turf“ og „Vehicles“. Útistandandi pantanir frá TSV verða afgreiddar í gegnum HÁ Verslun ehf. og er það okkur sönn ánægja að taka á móti ykkur og afgreiða með ykkur þau mál. Ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við þegar gerðar pantanir sem ekki verða afgreiddar hjá fyrri dreifingaraðilum biðjum við ykkur vinsamlegast um að hafa samband.

Þá vil ég nýta tækifærið og þakka ykkur kærlega fyrir frábærar móttökur á mínu nýja fyrirtæki.

kv. Himmi