Bjarni Þór Hannesson var útnefndur golfvallarstjóri ársins á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, sl. föstudag. Golfvöllur Keilis, sem Bjarni sér um, skartaði sínu fegursta á liðnu ári en þar var Íslandsmótið í höggleik leikið við frábærar aðstæður. Golfvallarstjóri ársins er kosinn af félögum í SÍGÍ og óskar SÍGÍ honum til hamingju með útnefninguna.