Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugardalsvallar, hefur verið valinn vallarstjóri ársins af Samtökum íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, en tilkynnt var um valið á aðalfundi samtakanna sl. föstudag. Laugardalsvöllur hefur ávallt verið í fremstu röð undir góðri stjórn Kristins. SÍGÍ óskar honum til hamingju með útnefninguna.