Andy Lipinski, James Bledge, Arnaldur Freyr Birgisson, William Boogaarts og Steindór Kristinn Ragnarsson

Dagana 15. – 16. febrúar  var ráðstefna SÍGÍ haldin í golfskála Keilis. Alls mættu 45 manns á föstudeginum sem var helst tileinkaður umhirðu knattspyrnuvalla.
Sveinn Steindórsson Vallarstjóri Golfklúbbs Öndverðanes byrjaði daginn og kynnti sína reynslu og nálgun á drenvinnu síðastliðinna ára í Öndverðanesinu. Óhætt er að segja að mikil vinna hafi farið fram síðustu ár og liggur áframhaldandi drenvinna fyrir höndum.
Næstur tók við William Boogaarts sem vinnur hjá ráðgjafa og umhirðu fyrirtæki í Hollandi sem sérhæfir sig m.a. í notkun sjálfvirkra sláttuvéla á golfvöllum. Notast er við gps búnað í stað sláttumanns á brautarsláttuvél svo dæmi séu tekin. Ljóst er að áreiðanleg tækni í þessum fræðum er til í dag og hafa þeir um 10 ára reynslu í notkun þeirra. William leiddi einnig fundargesti áfram inn í framtíðina og við hverju mætti búast í náinni framtíð. Mesta reynslan er komin á brautar- og flatarsláttuvélar ásamt Husquarna garðsláttuvélum. https://www.youtube.com/watch?v=4F6UCNvDt7g

Ágúst Jensson Vallarstjóri St. Leon í Þýskalandi ræddi um helstu áskoranir sínar í sínu starfi og mismunin milli Þýskalands og Íslands. Minntist hann m.a. á gæði íslenskra vallarstjóra sem hann taldi vera mjög mikil.

Andy Lipinski Vallarstjóri Pittsburgh Steelers hélt fyrirlestur um sitt starf og sínar áskoranir við það að halda úti velli yfir vetrarmánuðina í Pittsburgh en NFL lið Steelers spila á grasi allt árið á sínum velli og fylgja því ákveðnar áskoranir þegar frostið er sem mest.

Bjarni Þór Hannesson Vallarstjóri Golfklúbbs Ness lagði fram skýrslu sem hann vann ásamt Þorbergi Karlssyni. Þar kom fram samanburður á rekstrarkostnaði grass og gervigrass. Sköpuðust miklar umræður og ljóst að skiptar skoðanir eru á útgáfunum tveimur.

Að fyrirlestri Bjarna loknum var opin pallborðsumræða. Fengnir voru miklir reynsluboltar úr atvinnumennsku og þjálfaraheiminum. Þorvaldur Örlygsson, Arnór Þór Viðarsson, Freyr Alexandersson, Ómar HK og xxxxx HK. Ólafur Þór Ágústsson fundarstjóri stýrði umræðunum og óhætt er að segja að miklar umræður og skiptar skoðanir létu dagsins ljós. Heilt yfir voru þjálfararnir sammála að góður grasvöllur væri draumur og vilji allra en vörpuðu spurningunni upp “en verður það raunin?” “er það raunhæft?” Þeir skynjuðu að forsvarsmenn bæjarfélaganna væru eingöngu með augun á gervigrasvöllum þó svo sýnt sé fram á að hægt sé að hafa aðalvelli á grasi og spilað allt árið og meðan það væri svo sterkt sæu þeir ekki meira lagt í grasvelli þó svo að rekstur gervigrasvalla sé dýrari eins og rannsóknir sýna fram á þegar uppbyggingar- og viðhaldskostnaður er borin saman. Talað var um að stjórnendur íþróttafélaga séu upp að vegg í þessum málum þar sem að þeim er þrengt í rekstrarfjármagni.

Laugardagurinn byrjaði svo á því að Brynjar Sæmundsson frá GrasTec fór yfir sín störf með Golfklúbbi Ólafsfjarðar en þar er búið að endurbyggja þrjár flatir ásamt einni braut. Fyrirhugað er svo að halda áfram með endurbyggingu á fleiri holum.

William Boogaarts hélt svo annan fyrirlestur sem var meira beint að golfvallarumhirðu og bar þar hæst notkun sjálfvirkra brautarsláttuvéla sem hafa reynst William og hans fyritæki gríðarlega vel undanfarin ár. Mikil eftirspurn er eftir vallarstarfsmönnum í Hollandi og þetta eitt af viðbrögðum umsjónarmanna golfvalla til að sinna umhirðu. Reynsla síðustu 10 ára sýnir ekki fram á fækkun í starfinu heldur sinna starfsmenn annari vinnu en minnka yfirvinnu. Áætlaður kostnaður við að koma upp gps búnaði á brautarsláttuvél er um 40.000evrur.

James Bledge Vallarstjóri Royal Cinque Ports Golf Club hélt fyrirlestur um störf sín þar. Völlurinn er staðsettur suður af London og er einn af svokölluðum fourball völlum á Englandi. Mikil vinna hefur farið í að endurvinna röffsvæði á vellinum og gerir hann það m.a. með að slá háa röffið í burtu regluglega til að halda því sem þynnstu. En þetta er að aukast víða m.a. til að fækka sláttutímum á röffsvæðum.

Einar Gestur Jónasson Yfirvallarstjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór á dögunum út til Pheonix sem sjálfboðaliði í starfslið Waste Management Pheonix Open. Mótið er á PGA túrnum þar sem allir helstu golfararnir á túrnum tóku þátt, en þetta er einn fjölmennasti íþróttaviðburður í heimi. Alls komu 800.000 manns á svæðið þá vikuna.

Helgi Héðinsson sálfræðingur var fenginn til að kynna hætturnar sem geta stafað af miklu álagi og streitu til langs tíma í senn. Helgi fór yfir ýmis atriði eins og t.d. hvað getur valdið streitu og hvaða leiðir eru til að forðast að lenda í streitu til lengri tíma.
Christian fyrrverandi vallarstjóri sem vinnur nú hjá Symbio talaði um sýna reynslu í golfvallarfræðinni en hann var vallarstjóri í þónokkur ár. Hann talaði um sína reynslu í baráttunni við sveppasýktar flatir en hann náði góðum tökum á þeim með reglulegum götunum og notaðist við lífræna áburði líkt og Fulvic Acids, Mycchorriza ofl. Við notkun Mycchoriza jókst hlutfall fescue/túnvinguls án þess þó að sá fescue aukalega. Hans reynsla í Bretlandi var að stundum væri verið að topdressa um of, hátt verðlag væri m.a. ástæða þess sem hann hafi hugað betur að nauðsyn sandana.

Mikil ánægja var meðal fundargesta dagana tvo og skapaðist oft mikil og góð umræða. Fundargestir voru duglegir að spurja og tjá sig sem er lykill góðrar ráðstefnu.