Fimmtudaginn 28. Mars fer fram vorráðstefna SÍGÍ í Íþróttamiðstöð GKG. Á boðstólnum verða nokkrir áhugaverðir fyrirlestrar ásamt GEO on course vinnustofu

Eins og sést í meðfylgjandi dagskrá verður morguninn lagður undir fyrir on course vinnustofuna. Þetta er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að koma sér af stað eða jafnvel klára það ferli sem tekur að fá GEO vottun fyrri golfvelli. Edwin Roald og Bjarni Þór Hannesson verða á staðnum og aðstoða menn við verkefnið.
GEO vottunarferlið hefur þróast yfir í getoncourse.golf þar sem þetta er orðið mun meira vinnutæki sem vallarstjórar nota reglulega til að fylgjast með vinnu sinni ásamt því að fá góð og skýr gögn sem nýtast til að upplýsa félagsmenn og stjórnir.

Von okkar er að félagsmenn taki vel í þennan viðburð og nýti sér aðstoð þeirra Edwins og Bjarna til að komast af stað.

Eftir hádegismatinn fáum við svo gott pepp og
fræðslu fyrir komandi sumar.

 

Dagskrá Vorráðstefnu 2019