Þriðjudaginnn 10. mars stendur SÍGÍ fyrir GEO vinnustofu og Vorfundi, við ætlum að hittast klukkan 10:00 í húsakynnum KSÍ og vera með vinnusofuna fram að hádegi. eftir smá hressingu fáum við áhugaverða fyrirlestra áður en við kíkjum út á laugardalsvöll og tökum stöðuna.

Athugið að dagskráin gæti tekið einhverjum breytingum á fyrirlestraröðinni.

GEO Vinnustofa,
Bjarni Hannesson stjórnar vinnustofunni og mun aðstoða menn við On course. Vinnustofan er frábær til að fá hjálp við ferlið og einnig fyrir þá sem vilja kynna sér það betur og koma sér af stað í ferlinu.

Þeir sem ætla sér að taka þátt í vinnustofunni eru beðnir um að skrá sig á netfangið einargestur@gbr.is fyrir mánudaginn 9. mars.

https://getoncourse.golf/

Slátturþjónar,
Bjarni Hannesson ræðir sýna reynslu af notkun Husquarna slátturþjóna og hans sýn til framtíðar, kjörið fyrir menn sem eru að íhuga notkun á Husqarna slátturþjónum

https://www.husqvarna.com/uk/products/robotic-lawn-mowers/

Indigrow,
Ian Craig starfaði hjá STRI þar sem hann var ábyrgur fyrir nokkrum fótboltavöllum á HM í Brasilíu og Rússlandi. þá starfaði hann líka fyrir indigrow og vann við þróun á þeirra vörulínu, í dag vinnur hann hjá Pro Pitch og vinnur að undirbúningi fyrir EM 2020, Champions league ásamt fleiri mótum í fótboltaheiminum.

https://indigrow.com/
https://www.propitch.online/

Laugardalsvöllur skoðaður,
Ef aðstæður leyfa mun Kristinn V. Jóhannson fara með okkur út og sýna okkur stöðuna á Laugardalsvelli.