Félagsaðild

Félagsaðild er leið fyrir einstakling til að gerast félagi innan samtakanna og nýta þar með vef félagsins.
Árgjald 14.000

Silfuraðild

Silfuraðild er leið fyrir miðlungsstóra golfklúbba eða fyrirtæki til að koma að starfi samtakanna. Silfurfélagi tilnefnir tvo einstaklinga
til félagsaðildar við samtökin og fær logo sitt á síðu samtakanna sem silfurfélagi. Einnig veitir Silfuraðild aðgang fyrir tvo á viðburði SÍGÍ hérlendis.
Árgjald 30.000

Gullaðild

Gullaðild er kjörin leið fyrir stærri golfklúbba eða fyrirtæki sem vilja að fleiri starfsmenn sínir hafi óheftan aðgang að félaginu.
Gullaðild veitir 4 starfsmönnum aðild að félaginu einnig getur gullfélagi boðið 4 gestum sínum til að sitja eða taka þátt í þeim uppákomum sem félagið stendur fyrir.
Árgjald 50.000

Demantsaðild

Demantsaðild veitir 4 starfsmönnum fullan aðgang að samtökunum. Einnig getur Demantsaðili ávallt kynnt vörur sínar á þeim vettvangi sem samtökin halda fundi hverju sinni. Þessar kynningar og aðkoma Demantsfélaga að samtökunum eru honum að kostnaðarlausu. Demantsfélagar skulu kynntir sérstaklega á forsíðu vefs samtakanna, einnig vera með logo sitt á öllu útgefnu efni samtakanna s.s sérstakri opnu samtakanna í tímaritinu Golf á Íslandi, bréfsefni og annarri útgáfustarfsemi sem samtökin standa fyrir. SÍGÍ mun aðstoða Demantsfélaga við að koma efni sínu á framfæri við félaga SÍGÍ.
Árgjald 95.000

Aðild framleiðanda – erlends aðila

Aðild framleiðanda eða aðild erlendis frá. Þessi leið hentar þeim fyrirtækjum sem vilja nýta sér og koma að starfsemi samtakanna, nýta sér tengsli samtakana og koma sér á framfæri á þeim markaði sem Ísland er. Þessi aðkoma að samtökunum felur ekki í sér félagsaðild. Ekki er ráðgert að þýða efni samtakanna yfir á ensku. Þessi leið er kjörin fyrir framleiðendur til að sýna stuðning sinn við samtökin og styrkja það starf sem unnið er innan samtakanna. Logo framleiðanda eða aðila munu birtast á vefsíðu samtakanna.
Árgjald 60.000