Staða Vallarstjóra Golfklúbbs Öndverðaness

Laus til umsóknar er staða Vallarstjóra hjá Golfklúbbi Öndverðarness. Um er að ræða 100%
stöðugildi Vallarstjóra á 18 holu golfvelli í Grímsnesi. Völlurinn þjónar tæplega 700
meðlimum klúbbsins auk gesta og hefur notið aukinna vinsælda síðustu sumur.
Vallarstjóri sér um skipulagningu alls viðhalds og nýframkvæmda við golfvöllinn, ráðningu
sumarstarfsmanna, ber ábyrgð á viðhaldi véla, samskipti við stjórn og vallarnefnd ásamt
öðrum tilfallandi verkefnum er snúa að vellinum og umhverfi hans.
Hæfniskröfur
• Sjálfstæði og metnaður í starfi
• Reynsla af sambærilegu starfi
• Menntun í viðhaldi golfvalla
• Almenn kunnátta í viðhaldi á vélum og tækjum
• Vinnuvélaréttindi
• Góð mannleg samskipti
• Reynsla af framkvæmdum og vélavinnu mjög æskileg
Golfklúbbur Öndverðarness hefur að bjóða góða aðstöðu, góðan vélakost, samkeppnishæf
laun fyrir réttan aðila og jákvætt vinnuumhverfi hjá golfklúbb með sívaxandi umsvif.
Umsóknir ásamt ferilskrá berist á netfangið gogolf@gogolf.is fyrir 15.október 2022