Aðalfundur SÍGÍ fyrir starfsárið 2023 fer fram á fimmtudaginn þann 15.febrúar í golfskála Keilis kl 16:00. Meðlimir eru hvattir til að mæta og sína félaginu sínu stuðning.

Það er vel við hæfi á afmælisári að heiðra nokkra af okkar meðlimum og verður því gaman að fagna því með okkar félögum.

Aðalfundur  SÍGÍ  2023

Aðalfundur SÍGÍ 2023, verður haldinn í golfskála Keilis í Hafnarfirði fimmtudaginn 15. febrúar 2024 kl: 16:00

Dagskrá fundar:

 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
 2. Stjórn leggur fram meðlimalista sem tilgreini kjörgengi og kosningarétt.
 3. Dagskrá aðalfundarins lögð fram.
 4. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 5. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
 7. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
 8. Lagðar fram tillögur um breytingu laga og reglugerða og þær bornar undir atkvæði.
 9. Stjórn leggur fram tillögu um árgjöld og þær bornar undir atkvæði.
 10. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn skv. 7. gr.
 11. Kosning tveggja endurskoðenda skv. 7. gr.
 12. Önnur mál, Heiðurveitingar.