Vegna breyttra aðstæðna hefur orðið breyting á staðsetningu fundarins og fer hann nú fram á Microsoft TEAMS.

Aðalfundur SÍGÍ  2021, verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar 2022 kl: 15:00

Þeir sem eru á meðlimalista SÍGÍ munu fá sendan póst með fundarboði og vonumst við að sjálfsögðu eftir að sjá sem flest andlit á fundinum.

 

Málefni fundarins:

 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
 2. Stjórn leggur fram meðlimalista sem tilgreini kjörgengi og kosningarétt.
 3. Dagskrá aðalfundarins lögð fram.
 4. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 5. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
 7. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
 8. Lagðar fram tillögur um breytingu laga og reglugerða og þær bornar undir atkvæði.
 9. Stjórn leggur fram tillögu um árgjöld og þær bornar undir atkvæði.
 10. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn skv. 7. gr.
 11. Kosning tveggja endurskoðenda skv. 7. gr.
 12. Önnur mál

Mikilvægt er að sem flestir mæti og sýni stuðning sinn við félagið í verki.

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga já eða vita af áhuga annara á stjórnarsetu eru beðnir um hafa samband við formann SÍGÍ sem fyrst.

Reykjavík 31. janúar 2022.

Virðingarfyllst,

Steindór Kristinn Ragnarsson

Formaður SÍGÍ