Hlutverk aðstoðarvallarstjóra Kiðjabergs (GKB) er að aðstoða við umsjón með umhirðu, viðhaldi á golfvelli og öðru umráðasvæði klúbbsins sem og daglegu eftirliti. Tryggir að svæði GKB sé alltaf eins og best verður á kosið og framfylgir faglegum vinnubrögðum starfsmanna.

Við leitum eftir einstakling sem hefur ástríðu metnað í starfi

Helstu verkefni:

  • Aðstoðar við verkstjórn vegna viðhald
  • Almenn innkaup
  • Undirbýr Kiðjabergsvöll fyrir mótahald
  • Aðstoðar við skipulagningu verka á hverjum degi
  • Tryggir að snyrtimennska sé í hávegum höfð í verkum og frágangi þeirra.

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Golfvallarfræðimenntun eða góð reynsla af vinnu á golfvelli
  • Vinnuvélaréttindi
  • Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur er til og með 14. júní n.k.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsókn skal sendast á gkb@gkb.is

Öllum umsóknum verður svarað.