Sumarið er á næsta leiti sól er farin að hækka á lofti og bráðum fer grasið að spretta sem aldrei fyrr. Með hertu samkomubanni stöndum við þó mögulega frammi fyrir skertri starfsemi golfvalla landsins. Vonandi verður lengd bannsins þannig að það nái ekki inn í golftímabilið. Ef bannið lengist fer það að hafa möguleg áhrif á okkur sem vinnum á golfvöllum þar sem einhverjir fletir á golfvöllunum snertast af mörgum aðilum.

Heilbrigðisráðherra í samstarfi við sóttvarnalækni hefur gefið út tilmæli um hvernig samkomubanni skal háttað og segir þar meðal annars:

  • “Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum er

    lokað”.

  • “Allt íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver

    sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi, þ.m.t. á skíðalyftum, er bönnuð”.

Golfvellir geta að sjálfsögðu að mestu unnið í kringum þetta en sumir hlutir á golfvöllum snerta margir kylfingar á dag og gæti því verið að við þyrftum hreinlega að sleppa því að setja þá út til að byrja með má þar nefna hrífur í glompur, boltaþvottavélar og annað sem golfarar þurfa að snerta meðan á leik stendur.

Alls staðar í heiminum eru golfvallastarfsmenn og aðrir í golfhreyfingunni að vinna að því að finna lausnir til að halda völlunum opnum þó svo að nokkrir hafi farið þá leið að hreinlega loka sínum völlum. Vonumst við að sjálsögðu til þess að ekki komi til þess hér á landi.

R&A í samstarfi við BIGGA, PGA og GCMA hafa sett saman leiðbeiningar fyrir fyrir breska golfvelli þegar kemur að vinnu í kringum vírusinn. Skjalið er gott að hafa til viðmiðunar fyrir okkur alla sem vinnum á golfvöllum, hægt er að nálgast þessar leiðbeiningar með að smella á linkinn hér að neðan.

COVID-19 Golf Industry Guidelines

R&A hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna Covid-19 vegna þeirra mótahalds á komandi mánuðum. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.

STATEMENT FROM THE R&A ON THE COVID-19 PANDEMIC

We are closely monitoring the constantly-moving situation in the COVID-19 pandemic and carefully following the advice issued to us by the UK Government, relevant health authorities and our medical consultants.

We have decided to cancel two of our international amateur events – The R&A Student Tour Series Final at St Andrews and Carnoustie and The R&A Girls’ U16 Amateur Championship at Fulford, which were both due to take place next month. We have contacted all those involved. We will keep the status of the rest of the amateur championship season under review.

Looking to our professional events this summer, we are undertaking a comprehensive evaluation of our plans to stage The 149th Open at Royal St George’s and the AIG Women’s British Open at Royal Troon, which are four and five months away respectively. This includes examining a range of scenarios for staging the championships, with our focus on proceeding as planned, as well as considering other contingency options available to us.

Martin Slumbers, Chief Executive of The R&A, said, “Our absolute priority is to ensure the safety of players, fans, officials, staff and all involved in our championships and that will be at the forefront of our thinking as we monitor developments.

“We have some time before we start building the infrastructure at both venues and so we are keeping the scheduled dates in place for The Open and AIG Women’s British Open at this point. We recognise that this is a rapidly changing situation and we will keep everyone informed of any changes to our plans. These are difficult times but we are bearing in mind our responsibility for what’s right for golf and most importantly for society.”

Við skulum nú vona að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af vírusnum en það er betra að vona það besta en áætla fyrir hinu versta.