Aðstoðarvallarstjóri

Laus til umsóknar er staða aðstoðarvallarstjóra á golfvellinum í Brautarholti.

Brautarholt er á lista yfir topp 100 bestu golfvelli í Evrópu. Við höfum verið í fararbroddi í robotavæðingu og er nær allur grassláttur með slíkum tækjum. Við höfum metnað til að ná enn betri árangri í gæðum vallarins og innleiðingu tæknilausna. Framundan eru mörg verkefni því tengdu og framsetningu golfvallarins.

Framkvæmdir við stækkun úr 12 holum í 18 holur er lokið og er stefnt að opnun 18 holu golfvallar síðsumars 2024.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Golfvallarfræðimenntun og/eða góð reynsla af vinnu á golfvelli.

Þetta er því fjölbreytt og áhugavert starf hjá vaxandi golfklúbbi með um 900 félagsmenn og mikinn fjölda af erlendum gestum.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á gbr@gbr.is

Golfklúbbur Brautarholts