Golfklúbbur Kiðjabergs óskar eftir Vallarstjóra í vinnu fyrir sumarið 2021

Vallarstjóri golfvallar innir af hendi öll venjuleg störf á golfvelli.

Hann sér um daglegan rekstur golfvallar, æfingasvæðis, verkstjórnun vallarstarfsmanna, viðhald og eftirlit með golfvellinum og vélbúnaði klúbbsins. Starf hans heyrir undir stjórn og framkvæmdastjóra GKB.

Vinna á golfvelli eða sambærileg starfsreynsla er skilyrði.

Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á framkvæmdastjóra GKB  í tölvupósti á netfangið birkir@gkb.is Einnig má hringja, frekari upplýsingar í síma 6602780.

Umsóknarfrestur er til 15. Febrúar

Góð laun og húsnæði á svæðinu í boði. Vallarstjóri þarf að geta hafið störf 1. apríl.