Starf umsjónarmanns golfvallar hjá Golfklúbbi Suðurnesja er laust til umsóknar

Umsjónarmaður golfvallar innir af hendi öll venjuleg störf á golfvelli. Hann sér um daglegan rekstur golfvallar og æfingasvæðis, verkstjórnun vallarstarfsmanna, framkvæmdir, viðhald og eftirlit með golfvellinum og vélbúnaði klúbbsins. Starf hans heyrir undir stjórn og framkvæmdastjóra GS.

Vinna á golfvelli eða sambærileg starfsreynsla er skilyrði.
Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á skrifstofu GS í tölvupósti á netfangið gs[at]gs.is.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k.