Síðastliðinn fimmtudag var haldið glæsilegt Meistaramót SÍGÍ í samstarfi við MHG verslun þar sem rúmlega 50 manns tóku þátt. Keppt var á frábærum Hvaleyrarvelli hjá Keili.  Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og spiluðu SÍGÍ meðlimir frábært golf.  Vel var veitt að venju og var nýtt landsmet slegið í úrdráttarverðlaunum.

Ólafur Þór Ágústsson var krýndur kampakátur SÍGÍ meistari 2021 á 38 punktum með betri seinni nýju en Jóhannes Ármannsson sem hafnaði í öðru sæti einnig með 38 punkta.  Í þriðja sæti var Kristinn Sigurður Jónsson á 37 punktum.

 

Eftirtalin fyrirtæki styrktu mótið af myndarskap með ýmsum gjöfum og er þeim færðar bestu þakkir fyrir, án þeirra er alveg ljóst að mótið væri ekki eins glæsilegt og raun ber vitni.

 

Altis, Askja, Epli, FLUXvökvun, Grastec, Golfskálinn, Grasavinafélagið, GSÍ, Icelandair, Ísam, Kjöthúsið, Klettur, KSÍ, Laugar Spa, Mekka, Nói Síríus, Ó Johnson og Kaaber, Olís, Ormson, Sjóvá, Takk hreinlæti, Tandur og M.H.G. verslun sem bauð öllum í matinn að eftir golfið.

 

Auk þess gáfu eftirfarandi golfklúbbar fríspil í verðlaun:

Keilir, GM, Brautarholt, GA, Nesið, Oddur, GKG, Öndverðanes og GR.

 

Önnur verðlaun í mótinu vou:

Besta skor:                         Vikar Jónasson á  71 höggi.

Næst holu á  4. br.             Haukur Jónsson.

Næst holu á  6. br.             Gunnar Páll Pálsson.

Næst holu á  10. br.           Jóhannes Ármannsson.

Næst holu á  15. br.           Ágúst Jensson.

Lengsta dræf á  17. br.      Vikar Jónasson.

 

Vallarstjóranum Guðbjarti Ísak Ásgeirssyni var færð þakklætisgjöf fyrir höfðinglegar móttökur og lán á frábærum velli.

 

Í 1. sæti með forgjöf er farandbikar SÍGÍ og síðan gjafir frá fyrirtækjum í öll önnur verðlaun.

Fleiri myndir frá mótinu er að finna á myndasíðunni SÍGÍ http://sigi.123.is