Kæru SÍGÍ félagar

Stjórn SÍGÍ hefur ákveðið að taka ekki að sér að sjá um og skipuleggja ferð til Noregs á Kalráðstefnu sem þar verður haldin í Nóvember (sjá viðhengi).  Stærð hópsins er ekki nægileg til þess að hægt sé að fá hópaafslætti og þannig yrðum við að taka laun fyrir vinnuna, sem er lúmsk þegar kemur að skipulagningu slíkrar ferðar.  Við teljum heppilegra að allir skrái sig sjálfir á ráðstefnuna.

Við viljum vekja athyggli á nokkrum hlutum:

Heppilegast er að fljúga út mánudaginn 10. Nóvember og því þarf að merkja við í umsóknina að þið viljið fá herbergi frá mánudeginum 10. (sem sagt tvær nætur á hótelinu).

Þegar valið er flug heim er hægt að fljúga heim kl 14:05 á miðvikudeginum 12.  Þetta þíðir að þið missið af síðustu 1-2 klst af ráðstefnunni.  Þetta er ódýrasti kosturinn, en það þarf að skipuleggja ferð á flugvöllinn (við gerum það hjá SÍGÍ ef margir vilja gera þetta).

Til að ná allri ráðstefnunni er hægt að velja flug með SAS til Kaupmannahafnar og fljúga þannig heim með kvöldvélinni.  Flugið með SAS er kl 17:15 (einnig hægt að fara kl 16:15 til að vera öruggari með tengingun í Köpen, en það flug fer í loftið kl 20:10).

Þið getið bókað þessi flug með því að fara inn á www.dohop.is .

Flugin kosta annarsvegar 29.000 kr en hinsvegar 44.000 kr.

Við munum taka rútu frá Gardemoen á áfangastað á mánudeginum. Upplýsingar um rútuna eru hér:

http://www.nettbuss.no/www/resources/nbno/6/6d423fa01170be4223b9662c3465d8ff.pdf

Kostnaður er 269 NOK.

Endilega látið látið okkur vita á netfangið bjarni.hannesson@gmail.com hvort þið ætlið að fara og þá með hvaða flugum þið ákveðið að fara.

Kv. Stjórn SÍGÍ