Fyrr í þessum mánuði var haldinn vorráðstefna og aðalfundur SÍGÍ í húsakynnum Golfklúbbsins Keilis. Þar komu var fjöldi fyrirlesara sem mættu og fræddu okkar félagsmenn.

Gunnar Sveinn Magnússon var með fræðslu um hvernig forgangsröðun Golfsambands Íslands er varðar Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.

Jim Croxton frá BIGGA fór yfir niðurstöður úr viðamikilli könnun sem þeir gerðu á aðbúnaði og vinnuumhverfi sem gerð var í Bretlandi og var það mjög áhugavert. Stjórn SÍGÍ er með það á sinni stefnu að gera slíka könnun á þessu ári og væntum við þess að allir okkar meðlimir taki þátt

Paul Larsen mætti á Royal St. Georges 6 mánuðum fyrir Opna Breska 2011 og planið var að vera þar fram yfir það mót og leita síðan á ný mið. Hann ílengdist og endaði með að vera á St Georges þar til núna í ár og talaði hann um alla vegferðina frá því að skipta út grastegundum með bruna til þess að halda eitt stærsta mót í Evrópu ár hvert árið 2021.

Mike O‘Keeffe, frá Ohio State, hefur unnið í mörg ár við að finna unga og upprennandi vallarstarfsmenn og koma þeim að á golfvöllum í Bandaríkjunum. Hann vildi endilega að við myndum koma fleiri Íslendingum til sín og væri gott að hafa hann í huga ef að einhver sem hefur áhuga á að læra Grasvallafræði er á þínum golfvelli.

Bjarni Hannesson talaði um hliðarverkefni sem er honum mikið hjartans mál, að koma Íslendingum í vinnu erlendis með lítilli fyrirhöfn í löndum á borð við Ástralíu. Bjarni hefur unnið að þessu með því að fá Utanríkisráðuneytið með sér í lið og er því lítið mál ef þú ert á réttum aldri að fara og vinna í löndum sem Ísland hefur samið við. Þetta er áframhaldandi verkefni og er Bjarni bjartsýnn á að fleiri lönd munu bætast í hópinn fljótlega.

Nathalie Korsholm Nielsen, fræddi okkur um endurvinnslu á gervigrasi sem fyrirtækið sem hún vinnur hjá, ReMatch í Danmörku, hefur sérhæft sig í. Fyrirtækið er að endurvinna um það bil 98% af öllu grasinu sem kemur inn til þeirra en eru sem fyrirtæki að stefna að því statt og stöðugt að ná í 100%. Ástæðan fyrir að hún var fengin til að fræða okkur um endurvinnslu á gervigrasi er að ný evrópulöggjöf segir að við þurfum að rífa upp allt það gras sem fyrir er vegna skaðvaldandi efna sem í því er hvort sem það er á fótboltavöllum nú þegar eða endurnýtt í annað eins og margir golfvellir hafa verið að gera.

Jón Rúnar Halldórsson frá FH kom og talaði um nýjung sem þeirra félag er að fara í og ætla þeir að byggja upp æfingasvæði með hybrid grasi þar sem gervigras er saumað í völlinn en aðal burðurinn er í náttúrulega grasinu. Ef að tilraunin gengur vel munu þeir fara sömu leið með aðalvöll félagsins. Þetta er mjög spennandi verkefni og munum við SÍGÍ félagar ábyggilega fylgjast mjög vel með hvernig þetta verkefni kemur til með að ganga.

Aðalfundur SÍGÍ

Á aðalfundi var farið yfir skýrslu stjórnar, sem má nálgast með að smella hérna. Önnur aðalfundarstörf voru með hefðbundnu sniði og var kosið til stjórnarsetu og gáfu flestir kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Þó ákvað Birgir Jóhannsson að stíga niður en hann var kjörinn á síðasta fundi til tveggja ára en í hans stað kom inn Leó Snær Pétursson frá Kópavogsbæ. Viljum við nýta tækifærið og þakka Birgi fyrir þau 9 ár sem hann hefur verið í stjórn ásamt því að bjóða Leó velkominn inn í stjórn. Undir liðnum önnur mál sköpuðust síðan líflegar umræður um endurnýjun í greininni sem hefur verið lítil að undanförnu og voru fundarmenn sammála um að þar þyrfti nauðsynlega breytingu á. Einnig var lauslega farið í yfirvofandi bann við notkun varnarefna á golf og fótboltavöllum.

Stjórn SÍGÍ á komandi tímabili er Steindór Ragnarsson Formaður, Jóhann Gunnar Kristinsson Gjaldkeri, Einar Gestur Jónasson Ritari, Leó Snær Pétursson, Ellert Þórarinsson, Haukur Jónsson og Hólmar Freyr Christiansson.

Stjórnin vill þakka kærlega öllum fyrirlesurnum og öllum þeim rúmlega 50 manns sem mættu á ráðstefnuna. Það er mikil tilhlökkum á komandi starfsári.