Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi

Icelandic Groundsmen and Greenkeepers Association

 

Meistaramót SÍGÍ 2022

 

Í byrjun september var haldið glæsilegt golfmót þar sem 59 manns tóku þátt. Keppt var á frábærum velli hjá Oddi.  Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og spiluðu SÍGÍ meðlimir frábært golf.  Vel var veitt að venju og var nýtt landsmet slegið í úrdráttarverðlaunum.

Óli Þór Júlíusson lék afar vel og var því krýndur kampakátur SÍGÍ meistari 2022.  Í öðru sæti var Þorvaldur Þorsteinsson líka með 34 punkta og í þriðja sæti var Davíð Kristján Hreiðarsson einnig á 34 punktum.

Eftirtalin fyrirtæki styrktu mótið af myndarskap með ýmsum gjöfum og er þeim færðar bestu þakkir fyrir, án þeirra er alveg ljóst að mótið væri ekki eins glæsilegt og raun ber vitni.

Altis, Askja, Epli, FLUXvökvun, Grastec, Golfskálinn, Grasavinafélagið, GSÍ, Icelandair, Kjöthúsið, Klettur, KSÍ, Laugar Spa, Mekka, Nói Síríus, Ó Johnson og Kaaber, MHG- verslun, Ormson, Sjóvá, Tandur og HÁ- verslun sem bauð öllum í matinn að eftir golfið.

Auk þess gáfu eftirfarandi golfklúbbar fríspil í verðlaun:

Keilir, GM, Brautarholt, GA, Nesið, Oddur, GKG, Öndverðanes og GR. 

Meistaramót SÍGÍ í samstarfi við HÁ verslun

Verðlaun hlutu eftirtaldir en leiknar voru 18 holur:

Næst holu á  4. braut        Ólafur Þór Ágústsson

Næst holu á  8. braut        Kristvin Bjarnason

Næst holu á  13. braut      Davíð Hlíðdal Svansson

Næst holu á  15. braut      Steve úr Kiðjabergi

Lengsta dræf á  9. braut    Georg Fannar Þórðason

Besta skor:                          Helgi Dan Steinsson 74 höggum.

3.sæti með forgjöf. Davíð Kristján Hreiðarsson á 34  punktum.

2.sæti með forgjöf. Þorvaldur Þorsteinsson einnig á 34  punktum.

1.sæti með forgjöf. Óli Þór Júlíusson á 34 punktum (betri á seinni) og “SÍGÍ meistari”.

Vallarstjóranum Tryggva Ölver, var færð þakklætisgjöf fyrir höfðinglegar móttökur og lán á frábærum velli.

Umsjónarmaður mótsins var Jóhann G. Kristinsson og var mótið skráð í Golfbox.

Í 1. sæti með forgjöf er farandbikar SÍGÍ og síðan gjafir frá fyrirtækjum í öll önnur verðlaun.

Myndir frá mótinu verða svo á myndasíðunni okkar http://sigi.123.is