Nesklúbburinn auglýsir starf vallarstjóra á Nesvellinum laust til umsóknar.  Um er að ræða 100% starf.  Starfið felur í sér yfirumsjón og vinnu við umhirðu golfvallarins og nánasta umhverfi hans, vélakosti klúbbsins og mannaforráð yfir sumartímann.

Framundan eru afar spennandi tímar á næstu árum hjá Nesklúbbnum þar sem gerður hefur verið samningur við golfvallarhönnuðinn Tom Mackenzie um breytingar á vellinum. Nýr vallarstjóri mun leiða þá vinnu í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórn klúbbsins.

 

Hæfniskröfur:

 

  • Menntun í golfvallarfræðum
  • Reynsla af sambærrilegri vallarstjórn er skilyrði
  • Frumkvæði og metnaður í að ná árangri í starfi
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Geta til að sinna almennu viðhaldi á vinnuvélum
  • Færni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur til 20. september 2022 – farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Guðjónsson, formaður klúbbsins í síma: 840-7067

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið starf@nkgolf.is, merkt: starf vallarstjóra