Hinn alþjóðlegi Thank a Greenkeeper day.

Afhverju erum við að halda upp á þennan dag?

Undanfarin ár hefur golf á heimsvísu tekið kipp og hefur hann verið gríðarlegur hérlendis sem heilsusamleg hreyfing utandyra.

Vellirnir okkar verða ekki svona góðir fyrir slysni, Vallarstarfsmennirnir okkar sækja sér menntun og fræðslu og saman með miklum dugnaði og elju sjá þeir til þess að vellirnir okkar séu framarlega þegar kemur að gæðum valla.

Þannig að á morgun þann 13. september, í samfloti með öðrum samtökum um heim allan, þökkum við fyrir þá sem hjálpa við að halda leiknum gangandi og gera hann ánægjulegri með “Thank a Greenkeeper Day”. Við viljum biðja alla þá sem elska leikinn að þakka sínum vallarstarfsmönnum fyrir frábæra vinnu.

Hjálpið við að dreifa þakklæti tilhanda ykkar duglegu vallarstarfsmönnum með hastaginu #ThankASuper eða #ThankAGreenkeeper