Það var tilkynnt á aðalfundi þann 28.febrúar að Darren Farley, vallarstjóri Grafarholtsvallar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, væri Golfvallarstjóri ársins 2019.

Þá var einnig tilkynnt að Sigmundur Pétur Ástþórsson, vallarstjóri Kaplakrikavallar hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, væri Knattspyrnuvallarstjóri ársins.

Þar sem hvorki Darren né Sigmundur áttu færi á því að mæta á aðalfund félagsins var tekin sú ákvörðun að afhenda verðlaunin í dag á vorráðstefnunni.

Vallarstjórar ársins eru kosnir af félögum í SÍGÍ og óskar SÍGÍ þeim til hamingju með útnefninguna.