Eftir mikla leit að réttu tækifæri til að afhenda bikarana fyrir Vallarstjóra ársins á síðasta á ári, var tekin sú ákvörðun að afhenda þeim bikarana á þeirra heimavöllum.

Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli hlaut verðlaunin hjá knattspyrnuvöllunum fyrir árið 2021 með honum á myndinni er starfsfólk vallarins á Laugardalsvelli.

Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Haukur Jónsson voru kosnir vallarstjórar ársins hjá golfvöllunum.  Með þeim á myndinni er  Rúnar Geir Gunnarsson aðstoðarvallarstjóri og Tyson þeirra hundtryggi aðstoðarmaður.

Stjórn SÍGÍ vill nýta tækifærið og óska þeim aftur innilega til hamingju með útnefninguna.