Nú er nýafstaðinn aðalfundur SÍGÍ og að vanda völdu meðlimir þá vallarstjóra sem þeim fannst skara fram úr á liðnu ári. Þar sem fundurinn fór fram á TEAMS voru verðlaunin ekki afhent en verður það gert þegar næsta tækifæri gefst.

 

Það voru vallarstjórarnir hjá Golfklúbbnum Keili sem voru hlutskarpastir í kjörinu golfvallamegin. Þeir Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukur Jónsson og Rúnar Geir Gunnarsson

Í flokki knattspyrnuvalla var það Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli sem hlaut verðlaunin

Stjórn SÍGÍ vill nýta þetta tækifæri og óska þeim báðum til hamingju með útnefninguna.