Þann 10. mars síðastliðinn var haldinn vorfundur SÍGÍ í höfuðstöðvum KSÍ, þar mættu rúmlega 20 félagar og fylgdust með fjórum erindum sem voru á dagskrá.

 

Slátturþjónar: Bjarni Hannesson kynnti hvað er á döfinni í tækni róbóta í umhirðu golfvalla, hann talaði út frá eigin reynslu af notkun Husqvarna slátturþjóna frá MHG verslun. Miðað við hans reysnlu er ekki ólíklegt að við munum sjá fleiri Husqvarna slátturþjóna á golfvöllum landsins á næstu árum. Einnig kom fram að nú er hægt að setja fleiri en einn róbot inn á hvern og einn hring og er því möguleiki að við förum að sjá róbóta á fótboltavöllum í náinni framtíð.

 

Indigrow: Richard Poskitt sölustjóri Indigrow áburðar í Evrópu kynnti þeirra nýjustu vörulínu sem virðist vera góð viðbót í þá áburðarflóru sem er í boði á Íslandi og þá sérstaklega One Shot áburðarlínan frá þeim.

 

 

Propitch: Ian Craig kynnti starfsemi Propitch. Þeirra fyrirtæki er að vinna sem ráðgjafar fyrir marga af stærstu völlum í heimi. Þeir vinna mikið fyrir UEFA, meðal annars með vallarstjórunum á fjórum stærstu viðburðum UEFA ár hvert.  Það eru úrslitaleikirnir í Champions League, Europa League, Super Cup og Women’s Champions League. Propitch vinnur eftir 5 stjörnu kerfi sem þeir meta útfrá ýmsum þáttum sem viðkoma umhirðu knattspyrnavalla.

 

Staðan á Laugardalsvelli: Kristinn Jóhannsson og Bjarni Hannesson fóru yfir stöðu laugardalsvallar fyrir leikinn gegn Rúmeníu 26. Mars. hver staðan væri í dag og hvað væri framundan næstu 16 daga fram að leik.